Saga fyrirtækisins

Kræsingar tóku til starfa í júní 1999 að Blikastöðum í Mosfellsbæ Í u.þ.b 150 m2 húsnæði. Með auknum umsvifum varð húsnæðið of lítið og við fórum að hugsa okkur til hreyfings og fundum húsnæði í Borgarnesi sem við keyptum og breyttum að okkar þörfum. Við fluttum árið 2007 og þar erum við staðsett í dag.

Eigendur Kræsinga eru hjónin Þ. Magnús Nielsson Hansen matreiðslumeistari og Vala Lee Jóhannsdóttir og hafa þau bæði unnið við fyrirtækið frá stofnun þess. Í byrjun voru þau aðeins tvö og sáu þá um allt sem til féll, en í seinni tíð hefur Vala eingöngu séð um skrifstofuna en Magnús verið í framleiðslunni.

Fyrirtækið hefur sérhæft sig í aukaefnalausum tilbúnum matvörum fyrir mötuneyti og stóreldhús einnig höfum við verið með veisluþjónustu og framleiðum þar að auki hér um bil allan okkar þorramat ásamt góðu úrvali af grænmetisréttum og ýmsum kjötvöru.